þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB borgi brúsann að öllu leyti

18. október 2013 kl. 11:34

Norskt uppsjávarskip

Talsmaður samtaka norskra útvegsmanna vísar á bug tillögum ESB til lausnar makríldeilunni.

Hagsmunaðailar í sjávarútvegi í Noregi eru ekki par hrifnir af þeirri tillögu sem nú er uppi á borðinu til lausnar makríldeilunni. Hún gerir ráð fyrir að Ísland fái 11,9% kvótans og Færeyjar 12%, en hlutur ESB minnki um 17% og hlutur Noregs um 5%.

,,Úr því að ESB kýs að fara á bak við Noreg og  leika einleik í þessu máli með því að bjóða Íslandi aukinn hlut umfram það sem sambandið og Noregur hafa áður verið ásátt um verður ESB að bera allan kostnað af því með því að minnka sinn hlut samsvarandi,“ segir Audun Maråk framkvæmdastjóri samtaka norskra útvegsmanna á heimasíðu samtakanna í dag.