þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB eykur þorskkvóta í Eystrasalti

21. október 2009 kl. 09:32

Evrópusambandið hefur samþykkt að auka þorskkvóta í Eystrasalti um 9-15% þar sem fiskifræðingar segja ástand stofna hafa skánað. Þorskstofnar í Kattegat og Skagerrak eru hins vegar lélegir og þar vilja menn draga úr veiðum.

Evrópusambandið getur ekki ákveðið kvóta einhliða í Skagerrak, þar verður að semja við Norðmenn. Sambandið getur hins vegar ákveðið sjálft kvótann í Kattegat og þar er lagt til að veiði verði minnkuð um fjórðung. Þar er ástand þorskstofnsins sagt mjög bágborið.

Aðra sögu er að segja úr Eystrasalti, þar óttuðust menn um þorskstofninn fyrir nokkrum misserum, en hann hefur náð sér ótrúlega hratt.

Ruv.is greinir frá þessu.