þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB herðist í makrílviðræðum gagnvart Íslandi

28. október 2010 kl. 16:39

Noregur lagði til í morgun í makrílviðræðunum sem nú standa yfir að hlutdeild Íslands í makrílveiðunum á næsta ári yrði 3,1% og lýsti Evrópusambandið stuðningi við tillöguna. Þetta kom fram í ræðu Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ nú síðdegis.

,,Afstaða Norðmanna kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda hafa þeir ekki sýnt neinn sveigjanleika í samningaviðræðunum fram að þessu. Afstaða ESB vekur hins vegar furðu þar sem óformlegar viðræður höfðu farið fram milli Íslands og ESB á síðustu dögum um miklu hærri hlutdeild Íslands,” sagði sjávarútvegsráðherra. ,,Við tókum þátt í þessum viðræðum í góðri trú en svo virðist sem það hafi ekki verið gagnkvæmt. Ljóst er að tillaga Noregs og ESB er með öllu óraunhæf þegar litið er til upplýsinga um stóraukna göngu makríls í íslensku lögsöguna á undanförnum árum og fæðunám hans þar.”  

Hlutfall Íslands í heildarveiðum makríls í ár er 17%.