
Talið er að brátt verði opnað fyrir innflutning á fiski á ný frá Rússlandi til ríkja innan Evrópusambandsins þar sem viðeigandi stofnun hefur verið tilnefnd til að votta veiðar rússneskra skipa, að því er fram kemur á IntraFish.
Vladimir Putin forsætisráðherra Rússa hefur skrifaði undir samkomulag um að Rosrybolovstvo, rússneska fiskveiðinefndin, skuli gefa út vottorð um að rússneski fiskurinn sé veiddur í samræmi við lög og reglur ESB sem miða að því að koma í veg fyrir ólögmætar veiðar. Svæðisskrifstofur Rosrybolovstvo gefa vottorðin út á hverjum stað.
IntraFish hefur það eftir óþolinmóðum fiskkaupendum í Evrópu að biðin sé nú á enda. Brátt geti þeir keypt þorsk, ýsu og ufsa frá Rússlandi. Framkvæmdastjórn ESB hefur þó ekki gefið út neinar yfirlýsingar um það hvort ráðstafanir Rússa séu fullnægjandi. Á meðan er enn í gildi bann við því að rússneskur fiskur sem veiddur er eftir 1. janúar 2010 sé fluttur inn til ríkja ESB.