mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB mun rústa dönskum fiskveiðum

21. október 2009 kl. 12:20

Nýja reglur um fiskveiðar sem Evrópusambandið áformar að setja mun algjörlega rústa dönskum fiskveiðum, segir Svend-Erik Andersen formaður Danmarks fiskeriforening, samtaka danskra fiskimanna.

,,Danir eru með virkasta fiskveiðieftirlit allra ESB-þjóða og nú reynir framkvæmdastjórn sambandsins að ráða bót á slöku eftirliti annars staðar með því að setja ný lög í stað þess að ganga eftir því að ríkjandi reglum sé framfylgt,” segir Andersen og bætir því við að danskir fiskimenn geti ekki unað við nýju reglurnar.

Fram kemur í máli hans að ef þessum áformum verði hrint í framkvæmd muni  reglur um meðafla á uppsjávarveiðum verða svo strangar að stór hluti danskra uppsjávarskipa stöðvist. Þá muni flotinn missa stóran hluta af afla sínum vegna nýrra krafna um gerð veiðarfæra.

Núna mega uppsjávarskip hafa meðafla upp að 40% (innan kvótans) í Norðursjó og allt að 50% í Skagerak og Kattegat. Í nýju reglunum er hámarkið 10%. Ef vikið er út frá þessu á viðkomandi skip á hættu að verða bundið við bryggju í þrjá mánuði. Þá segir Andersen að nýjar reglur um humarveiðar í Kattegat og Skagerak muni gera veiðarnar afar erfiðar.

,