fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB refsi Íslandi strax vegna makrílveiða

29. júní 2011 kl. 13:38

Makríll (Mynd: Kristján Kristinsson)

Sjávarútvegsráðherra Skotlands telur of seint að grípa til aðgerða í haust.

Á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsríkja í Brussel í gær  óskaði  skoski ráðherrann Richhard Lochhead  eftir upplýsingum um hvað liði refsiaðgerðum gegn Íslendingum og Færeyingum fyrir að hafa sjálfir ákveðið hversu mikinn makríl þeir ætluðu að veiða á þessu ári.

Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, segir Lochhead að hann hafi fengið þau svör frá Maríu Damanaki, sjávarútvegsmálastjóra Evrópusambandsins, að framferði Íslendinga og Færeyinga væri litið alvarlegum augum. Gripið yrði til aðgerða sem færu að hafa áhrif í október.

Skoska ráðherranum þóttu þetta snautleg svör. Hann sagði að makríll væri helsta auðlind skoskra sjómanna. Heildarverðmæti makrílaflans á ári hverju væri 135 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 25 milljarða króna. Íslendingar og Færeyingar væru eins og sjóræningjar í umgengni sinni við stofninn og sér sviði að það væri látið átölulaust í Brussel. Refsiaðgerðir í október ættu ekki eftir að skila neinum árangri á þessu veiðitímabili.

Skýrt er frá þessu á fréttavef  RÚV.