sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB-skipum vísað út úr lögsögu Marokkó

16. desember 2011 kl. 11:38

Frá höfninni í Laayoune í Marokkó (Mynd: Snorri Jónsson)

Evrópuþingið hafnaði því í vikunni að framlengja núverandi fiskveiðisamning ESB og Marokkó

Stjórnvöld í Marokkó hafa beðið evrópsk fiskiskip að yfirgefa lögsögu ríkisins þegar í stað eftir að Evrópuþingið hafnaði því að framlengja fiskveiðisamning ESB og Marokkó, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Síðastliðinn miðvikudag samþykkti Evrópuþingið tillögu þar sem lagt var til að samningurinn yrði ekki framlengdur af efnahagslegum, vistfræðilegum og lagalegum ástæðum. Þar með rann samningstíminn út en samningurinn fól það í sér að evrópsk fiskiskip gætu veitt í lögsögu Marokkó gegn greiðslu frá Evrópusambandinu.

Evrópuþingið lagði hins vegar til að framkvæmdastjórn ESB gengi til viðræðna við Marokkó um nýjan, umhverfisvænni og hagkvæmari samning þar sem tekið væri meira tillit til hagsmuna íbúa í Vestur-Sahara.