
Fyrr í dag var nokkrum fulltrúum úr sjávarútvegi gefinn kostur á að hitta Michael Köhler, ráðuneytisstjóra sjávarútvegmála hjá Evrópusambandinu.
Köhler útskýrði eitt og annað varðandi hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB og svaraði spurningum.
Á vef Landssambands smábátaeigenda kemur fram að Arthur Bogason formaður LS, sem sat fundinn, hafi spurt ráðuneytisstjórann eftirfarandi spurningar:
„Hversu líklegt er að Ísland fái varanlega undanþágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB“?
Svarið kom að bragði: „Afskaplega ólíklegt“.