mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB varar Mið-Ameríku við vegna ólöglegra veiða

27. október 2009 kl. 12:17

Evrópusambandið hefur varað sjávarútvegsfyrirtæki í Mið-Ameríku við því að ef stjórnvöld í þessum ríkjum greiði fyrir því að unnt sé að stunda ólöglegar veiðar á hafinu muni innflutningur á sjávarafurðum frá þessum löndum til ESB verða bannaður.

Á næsta ári tekur gildi ný reglugerð sem leggur þær skyldur á herðar stjórnvalda í viðkomandi löndum að votta að afli af skipum undir þeirra fánum, sem fluttur er inn til ESB, hafi ekki verið veiddur ólöglega eða á friðuðum svæðum.

Talið er að fiskur veiddur ólöglega í heiminum sé seldur fyrir jafnvirði 10 milljarða bandaríkjadala á ári eða sem svarar 1.250 milljörðum íslenskra króna. Ríki Evrópusambandsins flytja inn sjávarafurðir fyrir 250 milljarða króna á ári og er talið að 19% af því séu ,,illa fengin”. 

Nú er hafin herferð fyrir því að ekkert ríki haldi hlífiskildi yfir þeim sem stunda ólöglegar veiðar. Þau lönd sem reyna slíkt verða útilokuð frá mörkuðum ESB.