sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB verður fisklaust 3. júlí!

1. júlí 2011 kl. 15:14

Evrópusambandið

Evrópusambandið háð innflutningi á fiski nær helming ársins

Evrópusambandið verður formlega háð innflutning á fiski frá og með 3. júlí sem er sex dögum fyrr en á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu frá tveimur stofnunum sem nefna sig Ocean 2012 og New Economics Foundation.

Þetta er annað árið í röð sem slíkar tölur eru birtar. Skýrsluhöfundar segja að innan Evrópusambandsins hafi verið ein stærstu og auðugustu fiskimið veraldar en sambandinu hafi mistekist hrapalega að stjórna þeim skynsamlega.

Niðurstöður skýrslunnar eru í stuttu máli þessar:

Ef íbúar ESB neyttu aðeins fisks sem veiddur væri innan lögsögu ESB-ríkja myndi hann hafa klárast 2. júlí. Eftir það yrðu þeir háðir innflutningi á sjávarafurðum það sem eftir er ársins.

Staðan er misjöfn eftir einstökum ríkjum. Portúgal varð fisklaust 26. apríl, Þýskaland 27. apríl, Ítalía 30. apríl, Spánn 8. maí, Frakkland 13. júní og Bretland verður fisklaust 16. júlí.

Heimild: IntraFish