föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ESB vill styrkja 300 hafskipahafnir

29. maí 2013 kl. 11:45

Höfnin í Rotterdam.

Um 75% af öllum vörum sem fluttar eru til og frá Evrópu fara sjóleiðina

 

Framkvæmdastjórn ESB hefur hleypt af stokkunum stóru verkefni til að efla og bæta rekstur rúmlega 300 hafskipahafna vítt og breitt meðfram ströndum Evrópu.

Um 75% af öllum vörum sem fluttar eru til og frá Evrópu fara sjóleiðina. Fimmtungur af því fer um þrjár hafnir: Rotterdam, Hamborg og Antwerpen. Ójafnvægi milli hafna í flutningum er talið leiða til þess að of mikið af vörum hlaðist upp á fáum stöðum og valdi auknum kostnaði fyrir útgerðir, flutningsaðila og neytendur. Í Evrópu eru 1.200 hafskipahafnir. Verkefnið miðar að því að efla rekstur 319 helstu hafna og koma upp öflugu flutningsneti. Reiknað hefur verið út að verkefnið muni skila um 10 milljörðum evra í hagræðingu fyrir árið 2030, eða um 1.590 milljörðum ISK.