laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fæða fátæka mannsins varð þjóðarréttur Breta

16. apríl 2014 kl. 08:00

Fish&chips og breski fáninn.

Árleg velta fish & chips-staða er um 226 milljarðar

Fish & chips kom fyrst fram í Bretlandi fyrir 150 árum og naut fljótlega gríðarlegra vinsælda meðal hinna vinnandi stétta enda uppruni réttarins þar. Um 25% af öllum hvítfiski sem selst á Bretlandseyjum og 10% af öllum kartöflum enda sem fish & chips. Fiskur frá Íslandi er mikilvægt hráefni í þennan þjóðarrétt Breta. Þetta kemur meðal annars fram í ítarlegri umfjöllun um þennan þjóðarrétt Breta í páskablaði Fiskifrétta.  

Árið 1910 er talið að veitingasölur sem seldu fisk & chips hafi verið um 25.000, árið 1927 hafði þeim fjölgað í 35.000 og áætlað að um 70.000 manns hafi haft atvinnu af þeim og að afleidd störf hafi verið hátt í 200.000. Í dag hefur stöðum á Bretlandseyjum og Írlandi fækkað mikið og eru taldir vera um 10.500.

Árleg velta fish & chips veitingahúsa á Englandi, Skotlandi og Írlandi er talin vera um 1.2 milljarður punda sem jafngildir um 226 milljörðum íslenskra króna. 20% íbúa Bretlands borð fish & chips einu sinni í viku og 80% að minnsta kosti einu sinni á ári.

Samkvæmt nýlegri talningu slaga fish & chips-staðir á Englandi, Skotlandi og Írlandi hátt í 10.500. Til saman burðar eru um 1.200 McDonalds- staðir og 840 KFC- staðir.

Til þessa hefur stærstur hluti sjófrysts fisks af íslenskum frystitogurum farið í fish & chips í Bretlandi. Með fækkum frystitogara verður breyting á þeim markaði. Árið 2012 nam heildarútflutningur á sjófrystum fiski til Bretlands rúmum 12.700 tonnum að verðmæti 8,5 milljörðum íslenskra króna. Af því fóru um 11.400 tonn í fish & chips.

 

Sjá nánar í páskablaði Fiskifrétta.