mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar auka kolmunnakvóta sinn um 110 þúsund tonn

13. ágúst 2015 kl. 08:49

Kolmunnaveiðar

Kvóti þeirra fer í 450 þúsund tonn, þar af fá Rússar 80 þúsund tonn

Færeyingar hafa ákveðið að kolmunnakvóti Færeyja verði 425 þúsund tonn á árinu 2015. Þetta er 110 þúsund tonna meiri kvóti en samningur strandríkja frá árinu 2006 gerir ráð fyrir. Færeyska sjónvarpið greindi frá þessu.

Fram kemur að samkvæmt samkomulagi strandríkja frá árinu 2006 eigi fjórðungur af heildarkvóta í kolmunna að koma í hlut Færeyinga. Heildarkvótinn er 1.260 þúsund tonn í ár og hlutur Færeyinga ætti að vera 315 þúsund tonn samkvæmt því, sem þeir hafa nú aukið einhliða. Bent er á það að ESB hafi farið fram á að samningnum um skiptingu kolmunna verði breytt þannig skip ESB-ríkja fái að veiða meira.

Í fréttinni kemur einnig fram að Rússar hafi fengið um 80 þúsund tonn af kolmunnakvóta Færeyinga en Færeyingar sjálfir eigi eftir að veiða um 120 þúsund tonn af kvóta sínum.