sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar fá aukinn þorskkvóta við Ísland

21. desember 2015 kl. 16:39

Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja.

Á móti koma minni aflaheimildir í keilu.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Högni Höydal sjávarútvegsráðherra Færeyja hafa samið um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næst ár. Einnig var samið um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Heimildir Færeyinga verða þær sömu á næsta ári og þær eru í ár eða um 5.600 tonn. Þó verður sú breyting á, að þeir fá heimild til að veiða 1.900 tonn af þorski í stað 1.500 líkt og ráðgert hafði verið. Á móti kemur minni veiði á keilu.

Samið var um að líkt og áður að Færeyngar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á vertíðinni en þó að hámarki 30.000 tonn. Sú breyting var gerð að nú gilda sömu reglur um flottrollsveiðar Færeyinga og Íslendinga.

Engar breytingar voru gerðar á heimildum Íslands til að veiða 1.300 tonn af makríl og 2.000 tonn af Hjaltlandssíld í færeyskri lögsögu, né á gagnkvæmum aðgangi þjóðanna til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld í lögsögum hvors annars.

Sjá nánar HÉR