

Aðrir ljósmyndarar
Frá Færeyjum.
Fiskafli Færeyinga á síðasta ári nam 105 þúsund tonnum að verðmæti rösklega 900 milljónir danskra króna eða jafnvirði um 19 milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur á vef færeyska útvarpsins. Þetta er 5% samdráttur í afla en 17% aukning í verðmætum.
Mikilvægasta einstaka tegundin er ufsi en af honum veiddust rúmlega 40 þús. tonn að verðmæti 6,3 milljarðar íslenskra króna. Aflinn dróst saman um fjórðung milli ára en verðmætin stóðu í stað.
Næstverðmætasta tegundin er þorskur en af honum veiddust 13.800 tonn sem var 28% aukning frá fyrra ári. Verðmætið nam sem svarar liðlega 4 milljörðum króna sem er 40% aukning milli ára.