þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar kaupa nýja fiskverksmiðju frá Íslandi

2. mars 2012 kl. 16:10

Makríll og síld eru meðal þeirra fisktegunda sem unnar verða í nýja húsinu.

Samningur upp á næstum þrjá milljarða króna.

Skaginn hf. á Akranesi og Kælismiðjan Frost undirrituðu í gær einn stærsta samningi sem gerður hefur verið hér á landi um sölu á tæknibúnaði til fiskvinnslu. Kaupandinn er fyrirtækið Varðin-Pelagic á Tvöroyri í Færeyjum og er um að ræða búnað í nýtt fiskiðjuver færeyska fyrirtækisins.

Skaginn framleiðir hátæknibúnað í nýja fiskiðjuverið fyrir um 2,2 milljarða króna en samningurinn við Kælismiðjuna Frost nemur um 600 milljónum króna. Þar að auki koma ýmis önnur íslensk fyrirtæki við sögu. Frá þessu er skýrt á vef Skessuhorns.

Framleiðslugeta fiskiðjuversins á að vera 600 tonn á sólarhring í fyrstu en verði síðan aukin í þúsund tonn. Reiknað er með að fiskiðjuverið verði tilbúið til framleiðslu síðari hluta sumars. Í því sambandi má minna á að Færeyingar áttu í vandræðum með að vinna allan makrílkvóta sinn til manneldis á síðasta sumri og þyrftu að kalla til erlend verksmiðjuskip til að hlaupa undir bagga.

Þess má geta að Varðin gerir út uppsjávarveiðiskipin Finn Fríða, Þránd í Götu, Júpiter og Saksaberg sem öll hafa verið við loðnuveiðar hér við land að undanförnu.

Sjá nánar á vef Skessuhorns.