fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar og Íslendingar sagðir ógna 1.500 störfum á Írlandi

19. júlí 2011 kl. 09:24

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Írski sjávarútvegsráðherrann vill að ESB grípi til harðra aðgerða gegn makrílveiðum Íslands og Færeyja

Írski sjávarútvegsráðherrann, Simon Coveney, fullyrðir að makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga, ógni írskum sjávarútvegi og störfum á Írlandi, að því er fram kemur á vef IntraFish.

Simon Coveney hefur beðið Evrópusambandið um að stöðva makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga. IntraFish vitnar einnig í Sean O’Donoghue, talsmann útvegsins í Killybegs á Írlandi, sem segir að ef þetta ástand haldi áfram muni sjávarútvegur á Írlandi tapa 1500 störfum vegna veiða færeyskra og íslenskra makrílskipa.