þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar setja sér makrílkvóta

1. mars 2012 kl. 11:13

Makríll

Hann verður tæplega 150 þúsund tonn.

Færeyski sjávarútvegsráðherrann, Jacob Vestergaard tilkynnti í gær um makrílkvóta Færeyinga í ár. Hann hefur verið ákveðinn, tæplega 150 þúsund tonn.

Það er heldur minna en í fyrra og í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu færeyska segir að þar sé tekið tilliti til ráðgjafar Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES) um að draga skuli úr heildarveiðum á makríl í ár, að því er segir í frétt á vef RUV.

Eins og kunnugt er náðist ekki samkomulag meðal makrílveiðiþjóðanna um kvóta þessa árs og því hafa bæði Íslendingar og Færeyingar ákveðið aflaheimildir sínar einhliða eins og í fyrra.