sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyingar vilja semja um síld

16. maí 2013 kl. 12:46

Síld

Óska eftir viðræðum við norsk stjórnvöld.

Færeyingar hafa farið fram á viðræður við norsk stjórnvöld um síldveiðar. Lisbeth Berg Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir að Færeyingar hafi áhuga á að semja um síldina. Frá þessu var skýrt í hádegisfréttum RÚV.

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandslandanna samþykktu, á fundi sínum í Brussel í vikunni, refsiaðgerðir gegn Færeyingum þar sem þeir hefðu þrefaldað síldarkvóta sinn. Norski sjávarútvegsráðherrann gefur ekki upp hvort Norðmenn ætli að grípa til refsiaðgerða vegna síldarinnar.

Ljóst sé að engin von sé að semja við Færeyinga og Íslendinga um makrílveiðar þjóðanna, en Norðmenn bíði eftir ákvörðun Evrópusambandsins um hvort gripið verði til refsiaðgerða gegn þjóðunum vegna þeirra.