þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lélegasta botnfiskveiði Færeyinga í 20 ár

28. október 2013 kl. 09:26

Færeyskir partrollarar.

Aflinn hefur minnkað um fimmtung frá í fyrra og verðmætið um þriðjung.

Botnfiskveiði við Færeyjar hefur verið afarléleg í ár og þarf að fara 20 ár aftur í tímann til þess að finna slakari afla, að því er fram kemur á vef færeyska útvarpsins. 

Fram til 1. október síðastliðinn hafa veiðst um 35.000 tonn af botnfiski en til samanburðar má nefna að árið 2005 veiddu Færeyingar 82.000 tonn af botnfiski á sama tíma. 

Botnfiskveiðin í ár hefur minnkað um fimmtung frá sama tímabili í fyrra  og verðmæti aflans um þriðjung eða um 160 milljónir danskra/færeyskra króna, jafnvirði 3,5 milljarða íslenskra króna. Samdrátturinn hefur verið mestur í ufsa.