þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyjar: Makrílkvótinn að klárast og kvóti í síldinni langt kominn

25. október 2013 kl. 15:00

Makríll og síld (Mynd: Óðinn Magnason)

Færeyingar hafa veitt rúm 79 þúsund tonn af norsk-íslensku síldinni og eiga 26 þúsund tonn eftir af kvóta sínum

Færeyingar hafa svo gott sem klárað að veiða makrílkvóta sinn. Búið er að veiða um 142 þúsund tonn af um 144 þúsund tonna kvóta og eru aðeins um 1.700 tonn eftir af kvótanum.

Þetta kemur fram í frétt í Færeyska sjónvarpinu. Þar segir einnig að færeysku nótaskipin séu nú að síldveiðum norður af Færeyjum og í Síldarsmugunni. Færeyingar hafa sett sér 105 þúsund tonna kvóta í norsk-íslensku síldinni í ár og þar af er búið að veiða rúm 79 þúsund tonn. Um 26 þúsund tonn eru eftir af kvótanum.