þriðjudagur, 28. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyjar vilja meiri makrílkvóta en Ísland

16. desember 2013 kl. 18:08

Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja

Færeyski sjávarútvegsráðherrann svarar sjávarútvegsstjóra ESB.

Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja kveðst ekki geta sætt sig við að Færeyingum sé boðið sama hlutfall úr makrílstofninum og Íslendingum. Þetta kemur fram í bréfi sem Vestergaard ritaði Maríu Damanaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins í gær og birt er á vef færeyska útvarpsins. 

Óstaðfestar heimildir herma að Færeyingum hafi verið boðin 11,9% kvótans eða það sama og Íslendingum. Vestergaard vill ekki staðfesta neinar tölur en tekur fram í bréfinu að tilboðið sé mun lægra en þau 15% sem Færeyingar telji að þeim beri.