þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyskir sjómenn mótmæla fiskveiðifrumvarpi – MYNDIR

29. maí 2017 kl. 10:42

Færeyskir sjómenn mótmæla í morgun.

Áhafnir 23 færeyskra fiskiskip komnir til hafnar í Þórshöfn í þessu skyni.

Sjómannasamtökin í Færeyjum efndu til fundar í morgun í Þórshöfn til þess að mótmæla frumvarpi stjórnvalda um breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum sem m.a.  gera ráð fyrir því að hluti kvótans verði boðinn upp.

Alls 23 skip eru nú í höfninni í Þórshöfn af þessu tilefni. Fundurinn var haldinn klukkustund áður en Lögþingið kom saman í morgun til þess að hefja fyrstu umræðu um frumvarpið.

 

Á vef færeyska útvarpsins má sjá ljósmyndir af fundinum.