sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færeyskur línubátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum

2. apríl 2012 kl. 09:44

Landhelgisgæslan

Báturinn var að veiðum suðaustur af landinu.

Landhelgisgæslan stóð á laugardaginn færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum inni í reglugerðarhólfi suðaustur af landinu. Skipinu var vísað til hafnar þar sem lögregla mun taka skýrslu af skipstjóranum.

Frá þessu er skýrt á vef Landhelgisgæslunnar en þar er ekki getið um nafn bátsins eða málsatvik.