þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Færri veikindadagar hjá fiskimönnum

13. nóvember 2013 kl. 13:00

Frá Noregi.

Eru minna frá vinnu en fólk í landi, að því er fram kemur í norskri könnun.

Fiskimenn í Noregi virðast vera heilsuhraustari en annað fólk á vinnumarkaði ef marka má nýja könnunar norsku rannsóknastofnunarinnar Sintef.  Könnunin leiddi í ljós að fjarvera vegna veikinda meðal fiskimanna og veiðimanna var aðeins 1,4% samanborið við 4% hjá lögreglumönnum, 6,3% hjá trésmiðum og 9,2% hjá leikskólakennurum. 

Þeir sem könnunina gerðu hafa enga einhlíta skýringu á þessum mikla mun. Þeir benda þó á að margir fiskimenn séu sjálfs síns herrar og það kunni að hafa áhrif. 

Fiskimaður sem Fiskeribladet/Fiskaren ræddi við er þeirrar skoðunar að fiskimenn séu hreinlega harðari af sér en annað fólk þegar kemur að veikindum. Þar við bætist að þegar þorskkvótinn sé svona hár og fiskverð lágt þýði ekki að liggja heima í bæli þótt eitthvað ami að manni.