þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Febrúaraflinn 53% meiri en í fyrra

15. mars 2012 kl. 12:00

Stórþorskur. (Mynd: Tryggvi Sveinsson)

Stafar fyrst og fremst af auknum loðnuafla.

Fiskaflinn í febrúar nam 312.000 tonnum samanborið við 210.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Aukningin er 53%.

Botnfiskafli jókst um tæp 5.900 tonn frá febrúar 2011 og nam tæpum 39.600 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 22.000 tonn, sem er aukning um tæp 4.000 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam rúmum 5.900 tonnum sem er um 1.300 tonnum meiri afli en í febrúar 2011. Karfaaflinn jókst um tæp 1.500 tonn samanborið við febrúar 2011 og nam rúmum 5.600 tonnum. Um 2.700 tonn veiddust af ufsa sem er um 140 tonna aukning frá febrúar 2011.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 270.000 tonnum, sem er um 97.000 tonnum meiri afli en í febrúar 2011. Aukningu í uppsjávarafla má rekja til tæplega 270.000 tonna loðnuafla í febrúar samanborið við 173.000 tonn í febrúar 2011. Um 58 tonn veiddust af síld, sem er aukning um 51 tonn frá febrúar 2011. Engar aðrar uppsjávartegundir voru veiddar í mánuðinum, samanborið við um 2.200 tonn af gulldeplu í febrúar 2011.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.