föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fékk perlu í sjávarrétti

26. febrúar 2016 kl. 09:25

Perlan góða.

Perlan er metin á 78 þúsund krónur

Kona nokkur í Washingtonríki í Bandaríkjunum fékk sér sjávarréttapasta á veitingastað í borginni Issaquah á dögunum sem í sjálfu sér er ekki í frásögu færandi.

Maturinn var ljúffengur en nokkuð harður undir tönn að konunni fannst. Hún sagði í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina að hún hefði næstum brotið tönn. Hún kannaði nánar hvað í matnum hafði verið og fann þá litla svarta perlu. Við skoðun hjá sérfræðingi í gimsteinum kom í ljós að um sjaldgæfa Quahog-perlu var að ræða og er verðmæti hennar um 600 dollarar, eða um 78 þúsund krónur íslenskar. Quahog er heiti á skeljategund sem er ljúfmeti fyrir vestan.