mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fékk trjádrumpa í skrúfuna

12. maí 2014 kl. 17:03

Barði dregur Ljósafellið til hafnar. (Mynd: Loðnuvinnslan)

Ljósafellið óskemmt og fer til veiða á morgun.

Í ljós hefur komið að togarinn Ljósafell SU frá Fáskrúðsfirði, sem Barði NK dró til hafnar fyrir helgina, fékk trjádrumpa í skrúfuna. Sem betur fer lítur út fyrir að ekkert hafi skemmst í þeim látum, segir á vef Loðnuvinnslunnar, útgerðar skipsins. 

Þar eru skipverjum á Barða sendar bestu þakkir og óskir um góða veiði. Ljósafell fer næst á sjó klukkan átta í fyrramálið.