sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Felst enginn ávinningur í að gera út fleiri báta en þörf er fyrir"

9. september 2009 kl. 17:20

Viðtal við Rögnvald Hannesson, prófessor í fiskihagfræði

„Svo virðist sem íslensk stjórnvöld vilji skipta um stefnu og afnema kvótakerfið. Það væri það heimskasta sem þau gætu gert. Það felst enginn ávinningur í því að gera út fleiri báta en þörf er fyrir,“ segir Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði við Verslunarháskóla Noregs í Björgvin, í viðtali í nýjasta eintaki fréttablaðsins Northern Fisheries, sem gefið er út af Norræna ráðherraráðinu.

Þetta kemur fram á vef LÍÚ en viðtalið er þar birt í heild sinni.

Í viðtalinu ræðir Rögnvaldur m.a. um hugmyndir stjórnvalda um fyrningarleið aflaheimilda og frjálsar strandveiðar. Hann vísar til strandveiðanna og segir að forðast beri ákvarðanir sem einkennist af lýðskrumi.

„Mistök af þessum toga hafa á liðnum árum eyðilagt stóran hluta þess ávinnings sem kvótakerfið hefði getað skapað,“ segir Rögnvaldur.

Þá segir Rögnvaldur jafnframt að fiskveiðistjórnunarkerfi með framseljanlegum aflaheimildum sé lykill að þeim árangri sem náðst hefði við stjórn veiða og uppbyggingu fiskistofna.

Viðtalið við Rögnvald má sjá hér í heild sinni.