þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fengu 21 túnfisk í nótina

18. september 2015 kl. 11:21

Túnfiskur

Norski báturinn Hovden Viking fékk óvenjulegan afla við makrílveiðar

Norskir makrílbátar hafa fengið óvenju mikið af túnfiski sem meðafla rétt eins og íslensku makrílskipin. Nótabáturinn Hovden Viking datt í lukkupottinn ef svo má segja því skipið fékk 21 túnfisk í nótina nú í vikunni, samtals 4 tonn. Þyngsti fiskurinn var 300 kíló.

Skipstjórinn segir í samtali við FiskeribladetFiskaren að hann hafi byrjað á því að sleppa túnfiskinum þar sem túnfiskkvótinn sem meðafli er búinn. Hann segir að þeir hafi þá séð blóðvatn og ljóst að fiskurinn sem eftir væri myndi því ekki lifa. Hann sagði að það hefði komið öllum á óvart hvað fiskarnir sem náðust um borð hefðu reynst margir.