laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ferðamenn vilja japanskan mat í vaxandi mæli

7. ágúst 2012 kl. 09:00

Sushi

Ítalskur matur hefur þó ennþá vinninginn

ff

Japanskur matur, sem samanstendur aðallega af sjávarafurðum, nýtur sívaxandi vinsælda meðal alþjóðlegra ferðamanna, að því er fram kemur í nýrri markaðskönnun. Frá þessu er greint á SeafoodSource.

Könnunin var gerð á vegum hotel.com og tóku meira en 27 þúsund ferðamenn þátt í henni. Um 18% þátttakenda völdu japanskan mat umfram mat annarra þjóða. Japanskur matur var þó ekki í fyrsta sæti þótt vinsældir hans vaxi hratt. Alþjóðlegu ferðamennirnir höfðu mestar mætur á ítölskum mat (32%) en franskur matur var í öðru sæti (24%). Kínverskur matur koma á eftir þeim japanska (13%), þá spánskur matur (11%) og amerískur matur (10%).

Það er einkum vaxandi áhugi fólks á sushi-réttum sem gerir japanskan mat vinsælan en jafnframt fer það orð af japönskum mat að hann sé mjög heilnæmur óháð því hvort hann sé gerður úr sjávarfangi eða öðru hráefni.