laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimm ára þrælahald til sjós

20. maí 2016 kl. 09:27

Thailenskur bátur.

Stjórnvöld í Thailandi hafa skorðið upp herör gegn vinnuþrælkun og mansali.

Sjómaður frá Myanmar á Thailandi fékk sér of marga bjóra eitt kvöldið og það hafði afdrifaríkar afleiðingar. Hann var hnepptur í fimm ára þrælahald á fiskibáti án þess að fá nokkur laun greidd allan tímann. Frá þessu er greint á vefnum fis.com

Mál sjómannsins er nú fyrir dómstólum í Bangkok. Fram kemur í framburði vitna að sjómaðurinn hafi sofnaði ofurölvi á bar þar sem hann sat að sumbli með vinnumiðlara. Þegar hann rankaði við sér var fullyrt að hann skuldaði 50 evrur (um 7 þúsund ISK) sem hann gat ekki greitt. Honum var boðið að vinna af sér skuldina til sjós og það tók hann fimm ár!

Stjórnvöld í Thailandi hafa skorðið upp herör gegn vinnuþrælkun og mansali. Refsingar fyrir brot af þessu tagi hafa verið hertar og átak er í gangi að rannsaka meint þrælahald og koma sökudólgum á bak við lás og slá.