þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fjórir krókabátar með yfir 300 milljónir í aflaverðmæti á síðasta ári

3. febrúar 2011 kl. 14:00

Sirrý ÍS (Mynd: Snorri Harðarson).

Sirrý ÍS var hæsti báturinn með 365 milljónir í aflaverðmæti

Sirrý ÍS veiddi mest allra krókaaflamarksbáta á árinu 2010, 1.692 tonn, og skilaði jafnframt mestu aflaverðmæti, um 365 milljónum króna, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.  

Veruleg aukning hefur orðið í aflaverðmæti efstu krókaaflamarksbáta milli áranna 2009 og 2010. Árið 2009 náði enginn bátur 300 milljónum króna í aflaverðmæti, hæsti bátur var þá með 269 milljónir, en á árinu 2010 skiluðu fjórir bátar vel yfir 300 milljónum hver.

Fimm bátar voru með meira en 200 milljónir í aflaverðmæti árið 2009 en árið 2010 náðu 14 bátar þessu marki.

Sjá nánar úttekt í Fiskifréttum og lista yfir þá krókaaflamarksbáta sem skiluðu mestu aflaverðmæti á síðasta ári.