mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fimm uppsjávarskip fiskuðu fyrir samtals 5 milljarða

18. júlí 2008 kl. 13:42

Fimm efstu uppsjávarveiðiskipin veiddu fyrir samtals 5 milljarða króna (fob) á síðasta ári. Skipin eru Vilhelm Þorsteinsson EA (1.370 millj.kr.), Hákon EA (1.113 m.kr.), Huginn VE (845 m.kr.), Aðalsteinn Jónsson SU (841 m.kr.) og Guðmundur VE (821 m.kr.).

Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem unnin er upp úr nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands. Listinn í heild birtist í Fiskifréttum í gær.