laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fín kolmunnaveiði syðst í færeysku lögsögunni

26. apríl 2014 kl. 09:10

Faxi RE (Mynd af vef HB Granda).

Mörg skip toguðu á litlu svæði og þurftu að sæta færis.

Von vará Faxa RE  til Akraness í gærkvöldi með fullfermi af kolmunna eða um 1.500 tonn. Sá afli fékkst á þremur dögum syðst í færeysku lögsögunni og að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra fengust um 150 til 400 tonn í holi.
,,Það er búin að vera ágætis veiði en svo virðist sem að kolmunninn gangi ekki mjög hratt norður í færeysku lögsöguna. Veiðin hefur verið best syðst eins og í veiðiferðinni á undan. E.t.v. er fiskurinn kominn í æti og fiskiríið er mjög blettótt. Við enduðum veiðiferðina t.a.m. á litlum bletti þar sem voru sterkar lóðningar. Svæðið hefði dugað vel fyrir eitt skip en þarna voru hins vegar mörg skip að toga og menn þurftu að sæta færis til að komast á togslóðina,“ segir Albert í viðtali á heimasíðu HB Granda.