mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áfram fínasta nýliðun í Barentshafi

26. september 2012 kl. 13:15

Þorskungviði

Enn einn sterkur þorskárgangur fæddur og loðnuseiðin lofa einnig góðu.

 

Í haustleiðangri norsku hafrannsóknastofnunarinnar í Barentshafi, sem nú er um það bil að ljúka,  varð vart við mikið af þorskungviði á stórum svæðum. Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að stór árgangur þorsks sé í uppvexti og bætist hann við aðra stóra árganga sem eru nú í þorskstofninum. Lengd seiðanna er í meðallagi sem gefur til kynna að þau hafi haft nægilega fæðu. 

Þá varð einnig vart við ungloðnu í miklum þéttleika á stórum svæðum sem bendir til þess að nýliðun hafi verið góð. Nýliðun þessa árs er rétt yfir meðallagi sem eykur möguleikana á því að hún lifi veturinn af, segir í frétt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.