föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fínasta úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg

16. maí 2013 kl. 10:40

Úthafskarfi Mynd: Einar Ásgeirsson.

Hafa fengið 4 til 6 tonn á togtímann

 

Veiðar íslenskra skipa á úthafskarfa á Reykjaneshrygg hafa gengið mjög vel. Þær hófust 10. maí og hafa skipin fengið um 30 tonn í holi og er ekki lengi dregið, að því er Kristinn Gestsson, skipstjóri á Þerney RE, segir í samtali við Fiskifréttir.

„Við höfum fengið um 4 til 6 tonn á togtímann. Í fyrra held ég að 2 tonn hafi veiðst á togtímann þegar skást var. Lengi vel máttu menn þakka fyrir tonnið,“ segir Kristinn.

Um 12 íslensk skip veiða karfann. Þau toga í röð rétt innan við landhelgislínuna. Rússnesku skipin eru hins vegar í hnapp á landhelgislínunni og aflinn hjá þeim er einnig góður. Karfinn er í þokkalegu ástandi en meira blandaður að stærð en áður sem er góðs viti.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.