laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fínasta veiði á gullkarfa

2. apríl 2014 kl. 22:41

Barði NK (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Frystitogarinn Barði NK millilandar fullfermi í Hafnarfirði.

Frystitogarinn Barði kom í gærkvöldi til Hafnarfjarðar þar sem hann millilandar fullfermi af gullkarfa. Ráðgert er að togarinn haldi til veiða á ný í kvöld og verður stefnan þá tekin á karfamiðin á Melsekk. 

Theodór Haraldsson stýrimaður upplýsir í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar að mjög góð veiði hafi verið í veiðiferðinni og veður gott. 

„ Við höfum verið að toga í um 6 tíma á sólarhring en síðan látið reka á meðan aflinn er unninn. Búið var að fylla skipið eftir einungis 9 daga á veiðum en aflinn er um 340 tonn upp úr sjó og er örugglega 95% aflans gullkarfi. Það er oft mjög góð veiði á þessum slóðum um þetta leyti árs og veiðin hjá okkur var um 5-10 tonn á togtíma“, sagði Theodór.