laugardagur, 23. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fishyleaks gegn brottkasti

6. nóvember 2019 kl. 12:00

Þorskur á ís.

Uppljóstrarsíðan Fishyleaks var sett á laggirnar í sumar.

Uppljóstrarsíðan Fishyleaks var sett á laggirnar í sumar. Þar gefst fólki kostur á að senda inn upplýsingar um brottkast á fiski, ólöglegar veiðar eða annars konar brot við veiðar.

Bresku samtökin Our Fish standa að baki síðunni, en þau hafa árum saman barist gegn ofveiði og brottkasti afla.

Á vefnum fishileaks.eu segir að samtökunum berist oft ábendingar en ótvíræðar sannanir eða nauðsynlegt samhengi vanti, meðal annars vegna þess að fólk óttist að senda inn upplýsingar undir nafni.

Samtökin Our Fish segjast með baráttu sinni vilja tryggja að stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins framfylgi í raun eigin reglum, þar á meðal um bann við ofveiði.