mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskafli í ágúst rúm 119 þúsund tonn

15. september 2016 kl. 10:00

Þorskur á ís.

Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um 294 þúsund tonn

Fiskafli íslenskra skipa í ágúst 2016 var rúmlega 119 þúsund tonn, sem er 4% meiri afli en í ágúst 2015, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar.

Botnfiskafli var rúm 33 þúsund tonn sem er aukning um 28%, þorskaflinn nam 17 þúsund tonnum í ágúst og jókst um 41% samanborið við ágúst 2015. Flatfiskafli jókst um 25% og skel- og krabbadýraafli um 28% miðað við ágúst 2015, en samdráttur varð í uppsjávarafla upp á 4%.

Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um 294 þúsund tonn á milli ára, sem er 22% aflasamdráttur, og vegur uppsjávarafli þar þyngst. Afli í ágúst metinn á föstu verðlagi var 2,6% meiri en í ágúst 2015