sunnudagur, 12. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskafli í maí var 122 þúsund tonn

14. júní 2019 kl. 15:00

Afli í maí, metinn á föstu verðlagi, var 2,5% meira en í maí 2018.

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í maí var 122.166 tonn sem er 13% minni afli en í maí 2018. 

Frá þessu segir Hagstofa Íslands og þar má sjá ítarlegt tölfræðiefni.

Samdráttinn má að mestu rekja til minni kolmunaafla sem var 21 þúsund tonnum minni en í sama mánuði í fyrra. 

Botnfiskafli nam rúmum 48 þúsund tonnum í maí sem er 7% meiri afli en í maí síðasta árs. Þorskafli jókst um 3% miðað við maí 2018, ýsuafli jókst um 20% og ufsaafli um 31%. 

Uppsjávarafli var 23% minni en í maí 2018 og var nær eingöngu kolmunni. Flatfiskafli minnkaði um 11% miðað við maí 2018 og skel- og krabbadýraafli dróst saman um 29%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2018 til maí 2019 var tæplega 1.096 þúsund tonn sem er samdráttur um 14% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur í aflamagni er eingöngu vegna minni uppsjávarafla.