fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskafli jókst um 22% milli ára

15. janúar 2016 kl. 09:25

Þorskur í trollpoka. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Heildarafli árið 2015 nam 1.317 þúsund tonnum

Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp 50 þúsund tonn í desember sem er 3,4% aukning samanborið við desember 2014, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Mikil aukning var í botn- og flatfiskafla en samdráttur í uppsjávarafla. Botnfiskafli var um 30 þúsund tonn og jókst um rúm 16%, þar af veiddust tæp 20 þúsund tonn af þorski sem er aukning um rúm 30% samanborið við desember 2014. Uppsjávaraflinn nam um 17.500 tonnum og dróst saman um 15,6% samanborið við desember 2014.

Heildarafli árið 2015 nam 1.317 þúsund tonnum sem er 21,8% meiri afli en árið 2014. Á milli ára jókst afli uppsjávartegunda um 35,3%, flatfiskafli um 21,5% og botnfiskafli um 2,7%.

Á föstu verðlagi er aflinn í desember 17,2% verðmeiri en aflinn í desember 2014.