þriðjudagur, 18. maí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskafli jókst um 39% í apríl

13. maí 2016 kl. 09:52

Kolmunnaveiðar. (Mynd: Hjálmar Heimisson)

Uppsjávarafli jókst um 60%

Fiskafli íslenskra skipa í apríl 2016 var rúmlega 104 þúsund tonn, sem er 39% meiri afli en í apríl í fyrra. Uppsjávarafli jókst um 60%, fór úr tæpum 36 þúsund tonnum í rúm 57 þúsund tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Botnfiskafli jókst um 17%, úr tæpum 37 þúsund tonnum í rúm 43 þúsund tonn. Á 12 mánaða tímabili hefur aflamagn hins vegar minnkað um nærri 164 þúsund tonn á milli ára, sem er mest megnis vegna minni uppsjávarafla. Aflinn í apríl metinn á föstu verði var 32,7% meiri en í apríl 2015.