þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskaflinn í apríl 30 prósent meiri en í fyrra

15. maí 2018 kl. 09:21

Tólf mánaða tímabilið frá maí 2017 til apríl 2018 skilaði 17 prósent meiri fiskafla en í fyrra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Í apríl veiddu íslensk skip 146.742 tonn af fiski, sem er 17 prósentm meira en veiðin var sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Þar segir einnig að heildaraflinn á tólf mánaða tímabili frá maí 2017 til apríl 2018 hafi verið rúmlega 1.256 þúsund tonn, sem er 17 prósent meira en veiddist á sama tímabili ári fyrr.

Botnfiskaflinn í apríl var rúm 49 þúsund tonn sem er 23% aukning frá fyrra ári, segir í tilkynningunni. Þar af „nam þorskaflinn rúmum 23 þúsund tonnum sem er 30% meiri afli en í apríl 2017. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, en af honum veiddust tæp 94 þúsund tonn sem er 33% meira en í apríl 2017. Skel og krabbadýraafli nam 1.607 tonnum samanborið við 824 tonn í apríl 2017.“