mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskar féllu af himni ofan

8. maí 2014 kl. 11:22

Regnfiskur

Fiskur sogaðist upp með hvirfilvindi og rigndi yfir þorp í Sri Lanka

Íbúar í þorpi einu í vesturhluta Sri Lanka urðu bæði undrandi og ánægðir þegar smáfiski bókstaflega ringdi yfir þá, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Talið er að fiskurinn hafi tekist á loft úr nálægri á í miklum stormi sem gekk yfir. Fiskurinn féll til jarðar á akra, vegi og húsþök. Þorpsbúar hlupu til að tína hann upp. Sjá myndband. Hér var um matfisk að ræða, um 5 til 8 sentímetrar að lengd. Alls var safnað um 50 kílóum í potta og kirnur. Sumir fiskanna voru lifandi og voru þeir geymdir í vatni þar til þeir voru eldaðir.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist í Sri Lanka því árið 2012 féllu rækjur af himni ofan. Vísindamenn segja að „fiskrigning“ verði þegar hvirfilbylur gengu yfir grunnt vatn og sogar allt upp, bæði fisk, ál og jafnvel frosk. Fiskarnir geta borist langan veg með skýstrokknum en detta þegar hann hættir að snúast.