sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskey grætur ekki fall krónunnar

7. ágúst 2008 kl. 08:19

Arnar Freyr Jónsson, framkvæmdastjóra Fiskeyjar, gerir ráð fyrir vaxandi markaði fyrir lúðuseiði, en fyrirtækið Fiskey er stærsti framleiðandi lúðuseiða í heiminum. Um 90% framleiðslunnar eru seld úr landi. Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag. „Við stefnum á að framleiða 6-700.000 seiði á næsta ári þannig að þetta lítur ágætlega út,“ segir Arnar Freyr. Stærsti hluti framleiðslunnar er fluttur til Noregs.

„Á þessu ári náðum við að semja upp á nýtt við tvo aðila sem gefa okkur næstum 50% hærra verð í norskum krónum en í fyrra. Síðan hjálpar gengi krónunnar okkur. Við grátum ekki fall krónunnar,“ segir hann enn fremur. Höfuðstöðvar Fiskeyjar eru á Hjalteyri. Fyrirtækið var stofnað árið 1987 og hefur því verið starfrækt í yfir 20 ár.