föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskiðnaður í Grimsby íhugar fiskeldi

21. september 2015 kl. 08:01

Grimsby

Þurfa að mæta hráefnisskorti meðal annars vegna minna framboðs af fiski frá Íslandi

Forsvarsmenn í fiskiðnaði í Grimsby íhuga nú hvort fiskeldi sé fýsilegur kostur.

Þessi möguleiki var ræddur þegar sendinefnd frá Grimsby og Humbersvæðinu átti fund með sjávarútvegsráðherra Breta. Fundurinn var haldinn til að leita leiða til blása meira lífi í fiskiðnað á Humbersvæðinu.

Ýmsir möguleikar voru ræddir meðal annars sá að koma á fót fiskeldi á landi.

Forsvarsmenn fiskiðnaðar í Grimsby segja að Íslendingar vinni nú meira sjálfir af þeim fiski sem þeir veiða. Þeir þurfi því að bregðast skjótt við og útvega sér nægilegt hráefni með fiskeldi ásamt því að fá hvítfisk annars staðar frá.

 

Fiskiðnaður á Humbersvæðinu er metinn á 2,5 milljónir punda (500 milljarðar ISK) og rúmlega 13 þúsund manns starfa í greininni.