laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskinnflutningur ESB eykst um milljarð evra á ári

23. maí 2016 kl. 10:46

Viðskiptabann Rússa eykur framboð á sjávarafurðum í ESB

Fiskinnflutningur til Evrópusambandsins hefur aukist um 1 milljarð evra á ári frá árinu 2009 (um 14 milljarða ISK) og er það í takt við aukna fiskneyslu innan ESB.

Aukningin 2015 dreifist milli allra helstu birgja ESB, svo sem Noregs, Kína, Íslands, Marokkó og Bandaríkjanna samkvæmt upplýsingum frá EUMOFA, markaðsstofnunar ESB fyrir sjávarafurðir.

ESB-löndin halda áfram að flytja inn meira af sjávarafurðum en þau flytja út. Munurinn á inn- og útflutningi nemur 17,8 milljörðum evra (um 2.500 milljörðum ISK) sem er um 7% aukning frá árinu 2014 og 30% aukning frá árinu 2005.

Bann Rússa á innflutning matvæla frá Vesturlöndum hefur áhrif á innflutning sjávarafurða til ESB. Þannig hefur innflutningur sjávarafurða frá Íslandi til ESB aukist um 19% og um 9% frá Noregi.