sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskkaup ehf. kaupa stóran línubát frá Kanada

15. maí 2008 kl. 14:39

Fiskkaup ehf. hafa samið um kaup á notuðum 47 metra löngum línubáti frá Kanada og er hann væntanlegur til landsins um næstu mánaðamót, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.

Báturinn var smíðaður í Solstrand skipasmíðastöðinni í Noregi árið 1988 og er áþekkur Tjaldi SH að gerð en heldur lengri.

Kanadíski báturinn er sem stendur eingöngu útbúinn til netaveiða og hefur stundað grálúðuveiðar en sett verður línuvélakerfi í hann eftir að hann kemur til Íslands.

Nánar er fjallað um máið í Fiskifréttum sem kom út með Viðskiptablaðinu í dag.