mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fiskmarkaðir seldu fyrir rúma 27 milljarða

7. janúar 2016 kl. 09:00

Löndun á Stöðvarfirði

Salan jókst lítilsháttar milli áranna 2015 og 2014

Ágæt sala var á fiskmörkuðum landsins á árinu 2015 og jókst hún lítillega frá árinu á undan bæði í magni, söluverðmætum. Þetta kemur fram í samantekt í nýjustu Fiskifréttum.

Í heild nam salan á fiskmörkuðum landsins rúmum 104 þúsund tonnum á síðasta ári og söluverðmætin voru um 27,4 milljarðar króna, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu frá Reiknistofu fiskmarkaða.

Á árinu 2014 voru seld tæp 103 þúsund tonn þannig að salan jókst um rúm 1,2 tonn milli ára, eða 1,2%. Salan í verðmætum jókst um 445 milljónir milli ára, eða um 1,7%.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.